sunnudagur, desember 23, 2007

Jaipur á Þorláksmessu














Nokkrar myndir, ég kom þeim ekki öðruvísi inn en svona.
1 ég að borða mat sem er svona kaka með fyllingu og allskonar með meðlæti
2 og 3 týpiskar götumyndir frá Delhi
4 menn sitja og horfa yfir markað sem seldi aðallega geitur sýndist okkur í morgun mengunar þokunni sem er yfir Delhi
5 hof sem við skoðuðum, þar elda sjálboðaliðar mat sem er gefinn með frjálsu framlagi og deila til hvers sem vill, því við eigum öll að deila
6 nýr vinur okkar heimtaði að taka myndir af okkur við Taj Mahal
7 og 9 gömul kona og besti vinur Indriða í Madhogarth þorpinu
8 vinaleg kýr klóarar sér, rétt áður skildi einhver skellinöðruna sína eftir þarna og hún var á fullu að klóra sér á stýrinu.

Það styttist í jólin, ekki hér reyndar hér er allt lokað bara af því það er sunnudagur. Heilmikið hefur verið skoðað síðustu daga. Erum í hópferð um Rajastan og eins gott því við hefðum ekki komist yfir svona mikið á svona stuttum tíma öðruvísi. Bara fínasta fólk og indverskur fararstjórin sem veit heilmikið. Við flugum daginn eftir brúðkaupið til Delhi, þar er svakaleg mengun og mikið af fólki. Ekki mest spennandi borg í heimi við þurftum alveg að jafna okkur eftir að hafa skoðað India Gate minnismerkið með því að skella okkur á Barista sem er svona "Starbucks" Indlands og fá okkur kaffi og köku. Þá vorum við komin í heilmikið stuð og skelltum okkur á Connaugh Place sem er svona torg með búðum og betlurum og hundum en thar eru sko fínu búðirnar. Við skelltum okkur í Levi´s búðina þar sem buxur fást á kostakjörum, bara ekki alveg sniðin sem eru í tísku hjá okkur. En Puma klikkaði ekki og nú er team Iceland eins og við heitum í hópnum í boði Puma. En fólkið þar hefur sölumennskuna í sér eins og götusalarnir og ætlaði ekki að hleypa manni út t.d. án gallabuxna, bara af því þær pössuðu. Að passa er bara ekki það sama og að fara manni. Þær voru ljótar og girtar upp að rifbeinum. Allavega. Fyrsti dagurinn byrjaði óheyrilega snemma með lestarferð til Agra. Indverska lestarkerfið er stærsti atvinnurekandi í heimi, þar vinna ekki nema 1.6 milljón manna svo það er eflaust mikið stuð í starfsmannapartýum. En þetta er merkileg staðreynd sérstaklega þar sem ekkert af þessu fólki virðist vinna við viðhald eða að þrífa lestarnar. En sætið mitt var t.d. þannig að það bara lá niðri, sem var fínt því klukkan var ekki neitt svo ég bara svaf allan tímann. Við skoðuðum virki og allskonar gamalt dót sem ekki verður talið upp hér en aðalmálið var auðvitað Taj Mahal sem verður að segjast að er alveg magnað svona up close. Eins frá öllum hliðum en þegar maður stendur svona beint fyrir framan er það bara eins og málað á striga því það er ekkert á bakvið, það er á sem er miklu neðar. Þarna var auðvitað troðið af ferðamönnum og allsstaðar þar sem maður fer inn á svona túristastaði er leitað á hverjum einasta manni sem fer í gegn, reyndar líka í lestunum í Delhi sem eru mjög nútímalegar og flottar. Eftir Taj Mahal var farið í teppaverksmiðju, þar sem munstur eru gerð og teppin unnin eftir að þau eru ofin úti í þorpunum. Eigandinn sagðist með þessu gefa fólkinu tækifæri til að vinna og fá peninga. Ekki mikla þó því teppi sem tveir menn eru hálft ár að gera og þá á eftir að klippa þau og þvo og eftirvinna kostaði kannski 600 dollara. En það var gaman að skoða þetta allt saman.

Daginn eftir fórum við í lítið þorp að skoða yfirgefna borg, sem er svona virkisborg, þar bjuggu víst um 200.000 manns og þetta eru þvílíku útskornu mannvirkin og þar var þó aðeins búið í 16 ár að mig minnir. Um kvöldið var farið til þorps sem heitir Madhogarth og gist þar uppi í gömlum kastala eða virki sem er verið að breyta í hótel, ekki öll herbergin tilbúin en það var ótrúlega skemmtilegt samt. Þar borðuðum við í miðju rýminu og svo komu menn og spiluðu tónlist og við skelltum okkur í Rajastan dans. Fórum í gönguferð um þorpið sem var mjög gaman, þrátt fyrir að bara þessi ferðaskrifstofa fari þarna margar ferðir finnst allavega krökkunum mjög gaman að sjá ferðamenn og vilja ólm sitja fyrir á myndum, þó ekki til að fá peninga fyrir. En við sáum fólk vera að vinna og spjölluðum við það.

Í dag var svo farið til Jaipur og við verðum hér tvær nætur sem er fín tilbreyting. Skemmtilegasta hótel þó herbergin séu ekkert æði en stór garður og rólegt. Annað en þegar við röltum út á götu. Þar er eins og allsstaðar þvílík umferð og varla gangstéttar. Ef þær eru býr fólk á þeim og skítug börnin leika sér á umferðareyjunni. Fólk gerir þarfir sínar hvar sem er og við erum alltaf að sjá karla pissandi út um allt. Í borgunu er svona smá séns að ökumenn mótorhjóla séu með hjálma en farþeginn/farþegarnir sem eru oftar en ekki 2 til 3 eru það aldrei. Ekki málið að hafa börnin eða vinina eða konuna aftan á kannski með slæðu. Sáum marga í Goa með iPod á vespunum og konu með ungabarn í burðarpoka framan á sér. Við röltum aðeins út í Jaipur en það var flest lokað, en fólk út um allt og það reynir að selja manni allt, elta okkur út um allt, vilja keyra okkur, skilja ekki NO. Fátæka og útlimalausa fólkið teygir hendurnar í áttina að manni og betlar peninga, krakkarnir vilja spjalla en maður veit ekki hvort þau eru að dreifa athyglinni og vilja ræna okkur um leið. En allavega við hlupum inn á kaffihús og ákváðum að fara frekar á morgun í gönguferðina og skoða bæinn. Sáum á leiðinni endalausa bazara og búðir sem ég ætla allavega að skoða. Planið fyrir aðfangadag er bíó kl. 18 að horfa á Bollywood mynd sem er 3 klst en það er víst í góðu lagi að fara út miklu fyrr enda held ég að korter sé alveg nóg til að sjá um hvað málið snýst. Svo er sennilega jólamatur, það eru fleiri hópar hér sem vilja fara út og fagna. Flestir halda upp á jóladag svo 24. des þýðir bara partý þannig að planið er að finna indverskt diskó eftir matinn. Það verður allavega eitthvað öðruvísi. Gleðileg jól öll sömul.

þriðjudagur, desember 18, 2007

Fullkomið brúðkaup




Tha er brudkaup aldarinnar buid, thad var athofn a strondinni vid solarlag, sem tok kannski 7 minutur fyndid midad vid ad veislan var 3 dagar. Svo voru teknar myndir og sma serimoniur. Aftur farid a veisluhotelid thar sem voru drukknir 384 Mojito i vidbot, kannski ein raeda, flugeldar og Life is life med Opus toppadi kvoldid erum komin til Delhi og thar var bara kalt i gaerkvold, madur thurfti ad fara i gallabuxur!!!
Thetta eru gardurinn sem veislan er i og nokkrir gestir a dansgolfinu. En her er samband vid tolvur ekki gott og thvi verd eg ad haetta. En vonandi koma orfaar myndir her http://picasaweb.google.com/sifarnars/Goa af henna malningu, ur brudkaupi og af okkur hvita folkinu med brudhjonunum.

laugardagur, desember 15, 2007

Þriðji í brúðkaupi

Jæja vid komumst a leiðarenda og það er nú aldeilis búið ad vera mikið stuð. Íslensk brúðkaup eru bara eins og jarðarfarir vid hliðina a þessu. Fyrsta kvöldid mættum vid a hótelið sem fjölskyldan er a, okkar og fleiri gesta er svona 5 mínútna labb i burtu. Eftir nokkra drykki var farid i hópum ut a strönd reyndar bara a aðra strönd þar sem vid erum nálægt strönd herna lika. Þar var bara partý i sandinum matur og endalaust áfengi og hljómsveit sem tók slagara eins og D-I-S-C-O, Madonnu og fleira 80's. Mikid stuð. Fjölskyldan búin ad fjölmenna nema nokkrir sem voru veðurtepptir i Delhi vegna þoku. En þarna voru 3 tannlausar ömmur i rosa flottum sari kjolum. Þad var búið ad drösla fjölskylduhundinum sem er eins og úfin moppa 12 klst akstur fra Mumbai til ad vera med en hann var i vondu skapi, sennilega vegna þess ad hann sér ekkert fyrir hári, en þad er ekki ráðlagt ad klippa hann, búinn ad vera i myrkri undir toppnum i 14 ar. En tharna var dansad og borðað og drukkið og fólk týndi skonum i sandinum. Brúðurin var svo farin að henda nærfötunum í brúðgumann og fólk minglaði heilmikið. Svo var keyrt til baka og haldið áfram og folk var ad halda ad þad yrdi ekkert áfengi i múslimabrúðkaupi!!! Þar djammaði folk i kringum sundlaugina og vinir brúðgumans reyndu ad fa hann til ad strippa og Zeisha sagdi ad þau gætu ekki latid hann gera þetta fyrir framan siðprúðu hvitu gestina, s.s. okkur 5 sem erum hvit liggur vid og kölluð the whities. En við tvo erum sérstaklega the excotic Icelandic friends, mjög töff. Þetta var bara fyrsta kvoldid.

I gær mættum vid kl. ca 13 og tha var barinn opinn, maður tekur ekki upp veskid þessa dagana. Þad var buið að skreyta gardinn meira, setja sólhlifar og blævaengi ut um allt. Svo tók bara við svona afslappelsi og konur og sumir menn létu mála a sig henna myndir, sem voru dalítinn tíma ad þorna og eru nuna orðnar dökkbrunar a höndunum a okkur. Svo var folk farid ad dansa og hoppa i laugina og bara djamma almennilega má segja. Menn gengu um með mat og svo var matur aðeins seinna. Zeisha sagði líka að Indverjar gerður ráð fyrir að fá mat gjörsamlega allan tímann sem þeir eru á staðnum. Þad var bara brjálad stud og DJar ad spila og allar græjur. Fórum svo heim, þad var bara kl. 17 sko þvi þad var annad partý um kvöldið og ekki vildi maður vera óupplagður. Mættum aftur um kvöldið og þá voru fleiri Mojito drukknir og hvað sem fólk vildi, margir í rosa flottum indverskum fötum, við erum að spara okkar fyrir kvöldið í kvöld þegar sjálf athöfnin er. Eina sem skyggði á í gær var að 2 gestir slösuðust þegar þau voru að keyra á vespu heim úr veislunni og runnu til og stelpan er á spítala. Það deyr næstum einn á dag í Goa í svona slysi enda keyrir fólk bara eins og því sýnist og enginn með hjálma. En þarna var auðvitað meiri matur og allt skreytt með kertum í kring um laugina og við tókum indversk dansspor eins og við hefðum aldrei gert annað.

Hótelið okkar er annars mjög fínt með sundlaug í garðinum sem er mjög vel þegið í ca 35 stiga hita og svona lyftu jólatónlist alveg í botni í lobbýinu og morgunverðar salnum. Svo er planið að taka nudd á eftir og koma sér í gír fyrir athöfnina sjálfa. Hún er a ströndinni sem við vorum fyrst á og svo meira partý, en ekki hvað.

fimmtudagur, desember 13, 2007




Jæja, nú er maður aldeilis ad tæknivæðast, íslenskir stafir og allt maður. Einhverjum kann að þykja þessi mynd einkennileg sem hér er til hliðar en eins og maður talar oft um að Ísland sé lítið land, þá er Indland bara frekar lítið líka. Allavega í dag því á röltinu hittum við hvorki meira né minna Maríu og Árna, eina fólkið sem ég vissi að væri í Indlandi og það bara á göngustíg við sjóinn. Reyndar vissi ég þau væru ca um þessar mundir í þessu þorpi eða þar í kring en þrátt fyrir það er þetta ansi mikil tilviljun verð ég að segja. En fyrir utan að spjalla við þau kíktum við á fallega strönd sem þau höfðu einmitt bloggað um, borðuðum við sjóinn og fórum aftur til Mapusa að ná í myndina úr innrömmun, svona erum við orðin local. Nú er næsta mál á dagskrá að fara þangað sem brúðkaupið er, eina er að við vitum ekki alveg hvar það er og Zeisha annaðhvort fær ekki sms frá okkur eða getur ekki sent til okkar. Svo það er spurning hvort við komumst á leiðarenda.


Markaðurinn i Mapusa

miðvikudagur, desember 12, 2007

Goa og fleira


Jaeja her erum vid afram i Goa, buin ad skoda svona naestu smabaeji sem eru nu frekar likir allir. Vespur og motorhjol og slasad folk med plastra ut um allt, svo vid haettum okkur ekki i thann pakka enda kosta leigubilar ekki neitt. Bara fengid godan mat og enga magapinu, enda allt mauksodid, en vid svo sem buumst alveg vid ad thad breytist! Kyrnar eru hressar og skella ser a barina med folkinu. Vid forum a markad i dag og svona hippa kaffihus thar sem otrulegasta lid hefur gleymt ser undanfarin ar og er bara ad flippa og safna hari. Helmingurinn virdist vera vel reykt lid a medan hinir eru alveg i ohefdbundnu laekningunum og svo yoga thess a milli. Her er eg annars vid hofnina i Chapora.

Kiktum a markad i dag, hann er risastor og solufolkid alveg brjalad. Einn hluti virtist vera Tibet folk og thad var mun rolegra og let mann skoda i fridi. En thad er ekki mjog thaegilegt ad hafa thetta solufolk hangandi yfir ser.

Kiktum svo a bar sem er vid strondina, mjog vinsaell og fullt af folki thar inni og svo a strondinni, thad er reyndar ekki mikid haegt ad vera inni herna, bara bambus prik med strathaki virdist vera. Thad gengur ekkert ad hlada inn myndum, tolvurnar skilja thaer ekki svo thad verdur reynt seinna, nema ein og ein komist her med. Kiktum lika inni naestu borg i dag, alveg 40.000 manna stadur, thar eru goturnar malbikadar og allt. Thar var local markadur i gangi en vid vorum adallega ad reyna ad fa ad ramma inn myndina sem a ad vera brudkaupsgjofin mikla, bara 230 kall svei mer tha!
Jaeja thetta gengur ekki med fleiri myndir, koma seinna.

þriðjudagur, desember 11, 2007

Loksins a Goa


Jaeja allir, tha erum vid komin i solina a Goa og thad er nu ekki amalegt. Ferdin gekk bara mjog vel, tokum hard core gongu um London en tho med sushi a Itsu og Momos special kokkteil a momos. Vid tok svo ca 8 klst flug beint til Mumba. Thad var skemmst fra thvi ad segja mjog notalegt, thratt fyrir ad business klassinn hafi verid ansi freistandi voru okkar saeti lika ok. Maturinn var svona ca jafn godur og a Austur India og fint sjonvarpsefni. Lentum svo a hadegi og eftir sma vesen kom bilstjorinn sem Zeisha vinkona min var buin ad redda, hann for bara a vitlausan voll en thad reddadist. Vid endudum a agaetu hoteli og toludum vid Zeishu sem sagdi okkur ad taka rikshaw a markadinn og borda a veitingastad thar. Vid bjuggumst vid svona korters ferdalagi en hann keyrdi okkur ca 500metra fyrir 15 kr. Bordudum mat a markadnum og forum svo ad leggja okkur eftir 26 tima ferdalag og sama sem engan svefn.
Um kvoldid sottu thau okkur og vid forum ut ad borda sem var fint, ekki indverskur reyndar og sogdu okkur ymislegt um land og thjod. Thad bua t.d. allaverga 18 milljonir i Mumbai og umferdin er thvilik ad enginn labbar, thess vegna sendi hun okkur thessa stuttu leid i rikshaw en baetti thvi vid ad thad vaeru yfirleitt engar gangstettar og ef thaer vaeru byggi bara einhver a theim. Hverfid sem vid bjuggum i er lika svona frekar fint uthverfi i borginni, fyrir utan slummid sem er beint a moti hotelinu, en slummid var lika frekar fint, thad er rafmagn og flestir med kapalsjonvarp.

Daginn eftir sem var i gaer flugum vid svo til Goa, keyrdum gegnum sveitirnar og ad gististadnum okkar sem er bara finn, vid strondina, reyndar svona sma klettar til ad komast thangad nidur. Svo er thessi fini hippa techno klubbur rett hja sem spilar tonlist fyrir allt hverfid og thar voru allir svona frekar lyfjadir ad okkur fannst. En their haettur reyndar a slaginu kl. 22 sem var fint. Erum buin ad fara a strondina, thar rolta beljur um og ein akvad ad slappa adeins af i skugganum adan, lagdist bara undir solhlif a milli tveggja bekkja, turistunum ekki til mikillar anaegju. Annars eru agengt solufolk ut um allt og naut taka stundum a sprett yfir strondina lika svo folk ma vara sig. Matur og afengi skitodyrt, sem er voda gaman en annars allt frekar basic, engir hradbankar og laeti. En best ad hanga ekki her i allan dag. Madur tharf ad fara i solina.