fimmtudagur, desember 13, 2007




Jæja, nú er maður aldeilis ad tæknivæðast, íslenskir stafir og allt maður. Einhverjum kann að þykja þessi mynd einkennileg sem hér er til hliðar en eins og maður talar oft um að Ísland sé lítið land, þá er Indland bara frekar lítið líka. Allavega í dag því á röltinu hittum við hvorki meira né minna Maríu og Árna, eina fólkið sem ég vissi að væri í Indlandi og það bara á göngustíg við sjóinn. Reyndar vissi ég þau væru ca um þessar mundir í þessu þorpi eða þar í kring en þrátt fyrir það er þetta ansi mikil tilviljun verð ég að segja. En fyrir utan að spjalla við þau kíktum við á fallega strönd sem þau höfðu einmitt bloggað um, borðuðum við sjóinn og fórum aftur til Mapusa að ná í myndina úr innrömmun, svona erum við orðin local. Nú er næsta mál á dagskrá að fara þangað sem brúðkaupið er, eina er að við vitum ekki alveg hvar það er og Zeisha annaðhvort fær ekki sms frá okkur eða getur ekki sent til okkar. Svo það er spurning hvort við komumst á leiðarenda.


Markaðurinn i Mapusa

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Notuðuð þið ekki tækifærið og voruð alvöru Íslendingar erlendis og sunguð íslensk drykkjulög, Stál og hnífur etc.? Og pöntuðuð Icelandic fish ´cause we have the best fish in the world and the cleanest water, blabla! Sakna þín gífurlega! Liz

9:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Djö... þetta soundar svo nice. Væri alveg til í smá sól og strönd núna. Erum að fara til Íslands í óveðrið á fimmtudag. Best að fara að pakka ÖLLUM hlýju fötunum mínum. Hafið það rosa gott.
Luv Eddfríður

1:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vid verdum ad taka stal og hnifur heima a Islandi vid taekifaeri.. Goda ferd til Rajastan kaera fallega folk.

7:28 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home