laugardagur, desember 15, 2007

Þriðji í brúðkaupi

Jæja vid komumst a leiðarenda og það er nú aldeilis búið ad vera mikið stuð. Íslensk brúðkaup eru bara eins og jarðarfarir vid hliðina a þessu. Fyrsta kvöldid mættum vid a hótelið sem fjölskyldan er a, okkar og fleiri gesta er svona 5 mínútna labb i burtu. Eftir nokkra drykki var farid i hópum ut a strönd reyndar bara a aðra strönd þar sem vid erum nálægt strönd herna lika. Þar var bara partý i sandinum matur og endalaust áfengi og hljómsveit sem tók slagara eins og D-I-S-C-O, Madonnu og fleira 80's. Mikid stuð. Fjölskyldan búin ad fjölmenna nema nokkrir sem voru veðurtepptir i Delhi vegna þoku. En þarna voru 3 tannlausar ömmur i rosa flottum sari kjolum. Þad var búið ad drösla fjölskylduhundinum sem er eins og úfin moppa 12 klst akstur fra Mumbai til ad vera med en hann var i vondu skapi, sennilega vegna þess ad hann sér ekkert fyrir hári, en þad er ekki ráðlagt ad klippa hann, búinn ad vera i myrkri undir toppnum i 14 ar. En tharna var dansad og borðað og drukkið og fólk týndi skonum i sandinum. Brúðurin var svo farin að henda nærfötunum í brúðgumann og fólk minglaði heilmikið. Svo var keyrt til baka og haldið áfram og folk var ad halda ad þad yrdi ekkert áfengi i múslimabrúðkaupi!!! Þar djammaði folk i kringum sundlaugina og vinir brúðgumans reyndu ad fa hann til ad strippa og Zeisha sagdi ad þau gætu ekki latid hann gera þetta fyrir framan siðprúðu hvitu gestina, s.s. okkur 5 sem erum hvit liggur vid og kölluð the whities. En við tvo erum sérstaklega the excotic Icelandic friends, mjög töff. Þetta var bara fyrsta kvoldid.

I gær mættum vid kl. ca 13 og tha var barinn opinn, maður tekur ekki upp veskid þessa dagana. Þad var buið að skreyta gardinn meira, setja sólhlifar og blævaengi ut um allt. Svo tók bara við svona afslappelsi og konur og sumir menn létu mála a sig henna myndir, sem voru dalítinn tíma ad þorna og eru nuna orðnar dökkbrunar a höndunum a okkur. Svo var folk farid ad dansa og hoppa i laugina og bara djamma almennilega má segja. Menn gengu um með mat og svo var matur aðeins seinna. Zeisha sagði líka að Indverjar gerður ráð fyrir að fá mat gjörsamlega allan tímann sem þeir eru á staðnum. Þad var bara brjálad stud og DJar ad spila og allar græjur. Fórum svo heim, þad var bara kl. 17 sko þvi þad var annad partý um kvöldið og ekki vildi maður vera óupplagður. Mættum aftur um kvöldið og þá voru fleiri Mojito drukknir og hvað sem fólk vildi, margir í rosa flottum indverskum fötum, við erum að spara okkar fyrir kvöldið í kvöld þegar sjálf athöfnin er. Eina sem skyggði á í gær var að 2 gestir slösuðust þegar þau voru að keyra á vespu heim úr veislunni og runnu til og stelpan er á spítala. Það deyr næstum einn á dag í Goa í svona slysi enda keyrir fólk bara eins og því sýnist og enginn með hjálma. En þarna var auðvitað meiri matur og allt skreytt með kertum í kring um laugina og við tókum indversk dansspor eins og við hefðum aldrei gert annað.

Hótelið okkar er annars mjög fínt með sundlaug í garðinum sem er mjög vel þegið í ca 35 stiga hita og svona lyftu jólatónlist alveg í botni í lobbýinu og morgunverðar salnum. Svo er planið að taka nudd á eftir og koma sér í gír fyrir athöfnina sjálfa. Hún er a ströndinni sem við vorum fyrst á og svo meira partý, en ekki hvað.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað þetta hlýtur að vega geðveikt gaman. Nú langar mig virkilega að fara að sjá myndir. Góða skemmtun.

4:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home