laugardagur, janúar 05, 2008

Photos

Hello my Indian friends and all whities. On the left under "Myndir" you can find photos from India, called Goa and Rajastan 1 and 2!

miðvikudagur, janúar 02, 2008

Bombay aftur

Jæja örstutt núna, vegna þess hversu fjarri tækninni maður hefur verið hefur ekki verið mikið um skriftir og rafmagnið oftað fara af og svona. Við slepptum s.s. Bollywood bíó en hin fóru og sátu þar alla 3 tímana, það var víst fínt. Við fórum á stað á 13 hæð á hóteli sem var í turni og með snúningsgólfi, hann var ekki jafn fínn og hann hljómar, meira eins og Súlnasalur ef ekkert hefði verið gert síðan 1968. En það var frekar fyndið, ekkert áfengi og bara grænmetisréttir. Ég held að það séu engir fínir staðir í Jaipur. En borgin bleika var ekki jafn skemmtileg og hún hljómar, við bara gáfumst upp eftir langan göngutúr í þvílíkum hávaða og mengun með betlara og hlandlykt út um allt. En við tóku gististaðir eins og kastalar og þess háttar sem var bara mjög skemmtilegt og enduðum í Pushkar sem er heilög borg og þar er ekki hægt að fá svo mikið sem egg, hvað þá kjöt, fisk eða grænmeti. En þar var aðeins nútímalegra um að litast, ferðamenn og bazar búðir og smá shopping frenzy þar var meira segja til tannþráður sem ég hef leitað að þvert yfir Rajastan. Fórum í camel safari þar sem Indriði vakti mikla lukku sem óvenju lipur camelknapi- myndir síðar. Sennilega bara af því það er ekki áfengi heldur í borginn varð það allt í einu hasarmál að redda því ólöglega og halda herbergispartý, sem hafði ekki gerst hingað til í ferðinni og gerðist ekki heldur í Puskar. Fín borg og fólk að baða sig í heilögu vatni, eða því trúa þau.... meira svona eins og tjörnin í Reykjavík fannst okkur. Ferðin endaði svo á næturlest til baka til Delhi, eitthvað sem átti að vera true local experience, en ef maður hefur prufað eina næturlest hefur maður prufað þær allar, þetta var bara mjög óþægileg lest og flestir sváfu lítið sem ekkert. Hefði svo sem verið í lagi hefði það ekki einmitt hitt á gamlárskvöld! En hér virðist ekki mikið haldið upp á það hvort sem er og lestin var alveg pökkuð. Við spiluðum Scrabble af miklum móð og lentum í fyrsta skipti ekki í 1. sæti sem var miður því allt enskumælandi fólkið var ekki of hrifið af því að tapa fyrir útlendingunum.
Flugum aftur til Bombay í dag, erum á fínu hóteli við ströndina en þar sem er hávetur voru ekki margir þar enda bara 27 stiga hiti. Nú er bara að borða síðustu curryin... hitta brúðhjónin og fljúga heim, sjáumst þá.