miðvikudagur, júlí 18, 2007

Latasti maraþonhlauparinn


Þrátt fyrir að æfa minna en allir hinir hlaupararnir tókst mér samt að brjóta á mér löppina hægt og sígandi og var eindregið ráðlagt að hlaupa Laugaveginn ekki. Hér er ég á blússandi ferð í Köben og þrátt fyrir ekkert allt of góðan tíma var ég örugglega með besta tímann í flokki álagsbrotinna.
Það hefur gengið misvel að ná markmiðum sumarsins sem voru að hlaupa Laugaveginn og verða mjó og brún. Ég held ég sé með ágætis lit en hitt verður bara að bíða.
Hér til hliðar set ég link á myndir frá Laugaveginum. Þið bara stelið því sem þið viljið.