föstudagur, desember 15, 2006

Loksins loksins jólafrí og sumarfrí!!!

Jæja allir saman nú. Loksins eftir allt of langan tíma er komið að langþráðu fríi. Nú er ætlunin að kikka down under með honum Kjartani vini og samstarfsfélaga. Svo ég sauð saman svona bloggsíðu, það er víst ferlega vinsælt. Þar getur fólk montað sig af því hvað það hljóp mikið eða lærði mikið eða gerði í vinnunni. Einnig er víst must að gera svona lista...
Síðan síðast... hef ég...
ákveðið að skella mér til Ástralíu
ákveðið að sleppa hefðbundnum jólum
gert svona bloggsíðu
reynt að koma vatnspípum í tísku
gert alla samstarfsfélaga háða vatnspípum
ákveðið að ég hafði og mikið að gera og tekið pásu í karate
3 dögum seinna unnið Boot Camp námskeið sem tók jafn mikinn tíma
verið spurð af kennaranum hvort ég æfði fótbolta
af því ég er greinilega með obese kálfa
spáð í hvernig ég geti látið þá rýrna
horft á Hannes leika Tinu Turner
langir útlimir minntu óneitanlega á hávaxna en glæsilega konu á jólaglöggi
hlaupið maraþon
orðið Íslandsmeistari í því, samkvæmt mínum útreikningum
ákveðið að svona listar séu óþarfir og því skelli ég inn heimsborgarkortinu mínu.
Ég er heppin að hafa komið til NY og Pétursborgar og því litast um það bil hálfur heimurinn á einu bretti. Tók mér þó það bessaleyfi að setja inn Ástralíu og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin þar sem ég verð nú komin þangað í næstu viku

Þar hafið þið það, nóg eftir og best að drífa sig af stað. Held að ég fari næst til Kína og Grænlands, bara svona til að meira af þessu litist.
Annars bara gleðileg jól og allt það, fylgist spennt með og ég vona að ég nái að setja nokkrar færslur hér á meðan á ferðalaginu stendur.

5 Comments:

Blogger Guundi said...

djöfull ert þú nú kúl með þetta kort...er þetta Alaska þarna útí í horni? góða ferð til Stralíunnar...mæli með Saint Kilda hverfinu í Melbourne og þá sérstaklega bar sem heitir Prince of Wales....Fitsroy hverfið er líka voða flipp og gay en Chapel street er fyrir tjokkóa....(fannst mjög mikilvægt að koma því að að ég hef komið down under sko)

12:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

7:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Á jólaóskalistanum mínum er einn kóalabjörn, einn kengúru Charlie og cowboyhattur með korktöppum hangandi allan hringinn og einn Dingó líka. Ótrúleg tilviljun að þú skulir einmitt vera í Ástralíu þessi jól. Jöminn. Gott flug og góða lendingu!

5:08 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jaíííjjjaaa, ég er alveg komin með fráhvörf dauðans. Nú er að haska fréttum til okkar áður en Byrgis-mál og einhver vaxandi á hjá Selfossi fara að hljóma virkilega interesting.... Engin pressa...! Sakna þín, vesélé vánoce! Lízella

5:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Turkmenbasi er dauður. Almenn sorg í gangi. Annars hlakka ég til að lesa eitthvað frá þér. Góða skemmtun

1:02 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home